Gæði & áreiðanleiki umfram allt

Fagleg þjónusta

Sérskoðun sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði fasteigna, allt frá ástandsskoðun yfir í stjórn framkvæmda.

Markmið okkar er að styðja við og upplýsa eigendur, eða hugsanlega eigendur, um raunverulegt ástand fasteigna. Ávinningur slíkrar greiningar getur margborgað sig, s.s. rökstuðningur til að falla frá kaupum, til lækkunar á verði eignar eða ganga frá kaupum ásamt því að niðurstöður nýtast sem viðhaldsáætlun til næstu ára.

Nánar um okkur

Skoðunarferli ástandsskoðana

1. Hafa samband

Viðskiptavinur er upplýstur um þóknun skoðunar, eða fær tilboð í verkefnið, og skoðunartími staðfestur

2. Undirbúningur

Undirbúningur skoðunar hefst og söfnun viðeigandi gagna m.a. teikningar, söluyfirlit, söluauglýsing o.þ.h.

3. Ástandsskoðun

Ástandsskoðun er framkvæmd á þeim hluta fasteignar, eða á fasteigninni í heild, skv. þjónustubeiðni

4. Niðurstöður

Viðskiptavinur fær skýrslu, eða samantekt, senda í tölvupósti skv. þjónustubeiðni

Við sinnum viðskiptavinum okkar eins hratt og möguleiki er. Skoðun fer fram allt frá degi eftir að beiðni berst okkur eða skv. ósk og skýrslu/niðurstöðum er skilað eigi síðar en 3 dögum eftir ástandsskoðun

Endurgjöf viðskiptavina
úr þjónustukönnun

Mjög ánægð með að skoðandi tók sér góðan tíma í að skoða og í að ræða við mig og þetta var ekki “stressandi” eins og gert á hlaupum. Takk fyrir mig

Þjónustukönnun

Allt uppá 10 – mjög góð þjónusta

Þjónustukönnun

Þið voru mér alveg frábærir

Þjónustukönnun

Mjög skjót og góð viðbrögð þegar við höfðum samband

Þjónustukönnun

Takk fyrir frábæra þjónustu og samskipti

Þjónustukönnun

Mjög ánægð með afar fagleg vinnubrögð. Mun klárlega leita aftur til ykkar ef þörf verður á og mæla með við vini og kunningja

Þjónustukönnun

Mjög góð þjónusta, vel farið yfir öll atriði, snögg viðbrögð og umfram allt mjög gott viðmót

Þjónustukönnun

Takk fyrir frábæra þjónustu!

Þjónustukönnun

Siggi er snillingur og þjónustan hjá Sérskoðun.is er til fyrirmyndar

Þjónustukönnun

Standa fast á sínu og gefa heiðarlega skýrslu, jafnvel þó að fasteignasalar vilji láta eignina líta sem best út

Þjónustukönnun

Sérskoðun voru fljótir að bregðast við beiðni okkar um ástandsskoðun á atvinnueign sem við höfðum gert tilboð í. Ástandsskoðunin var vel unninn og ítarleg skýrsla. Sigurður liðulegur og samvinnufús til að mæta þörfum okkar. Við mælum hiklaust með þjónustu Sérskoðunar.

Þjónustukönnun

Mjög ánægð með að skoðandi tók sér góðan tíma í að skoða og í að ræða við mig og þetta var ekki “stressandi” eins og gert á hlaupum. Takk fyrir mig.

Þjónustukönnun

Bara takk fyrir snögg viðbrögð og góða þjónustu

Þjónustukönnun

Snöggir að svara

Þjónustukönnun

Vil hrósa fyrir hröð, góð og vönduð vinnubrögð. Sveigjanlegir í mínu tilfelli.

Þjónustukönnun

Siggi var mjög hjálpsamur og umhyggjusamur. Hann var stundvís, býr yfir mikilli þekkingu og sýndi okkur mikla þolinmæði.

Þjónustukönnun

Frábært viðmót og mjög góð samskipti. Fagmenn á sínu sviði

Þjónustukönnun

Virkilega góð og snör þjónusta, ég mun óhikað mæla með ykkur og nýta mér þjónustuna aftur síðar

Þjónustukönnun

Takk fyrir skjót viðbrögð og snögga úrvinnslu

Þjónustukönnun

Takk fyrir skjóta og góða þjónustu

Þjónustukönnun

Sigurður er algjör snillingur og við kunnum vel að meta að hann gaf sér tíma til að koma og taka skoðun með nánast engum fyrirvara á þorláksmessu! Ég mun klárlega mæla vel með ykkur í framtíðinni! 10/10

Þjónustukönnun

Hröð svör og mjög þægileg samskipti. Virkilega fagleg þjónusta og greinilega mikil reynsla að baki.

Þjónustukönnun

Snillingar

Þjónustukönnun

Vel gert

Þjónustukönnun

Voru fljótir á staðinn að gera mat vegna tjóns sem ég hafði lent í, unnu skýrslu og skoðun af mikilli fagmennsku.

Þjónustukönnun
Ég leitaði til Sérskoðun.is nýverið fyrir hönd viðskiptavinar sem ég ráðlagði að gera tilboð í eldri eign, með fyrirvara um ástandsskoðun. Þeir Sérskoðunarfeðgar brugðust skjótt við beiðni um skoðun. Þeir skiluðu ítarlegri skýrslu og myndum af því sem betur mátti fara innan tveggja daga frá skoðun. Fasteignasalinn kynnti skýrsluna fyrir seljendum sem tóku á sig kostnað við það sem kaupandinn gat ekki séð við skoðun og mátti ætla að væri í lagi. Niðurstaðan hjálpaði umbjóðanda mínum til að taka ákvörðun um fjárfestinguna.
Þjónustukönnun

Sérskoðun.is voru fljótir að græja ástandsskoðunina sem ég óskaði eftir sem er virkilega gott en það sem skiptir enn meira máli er að þjónustan er virkilega góð, bentu á marga góða hluti sem ég hefði ekki tekið eftir sjálfur. Mjög ánægður með skýrsluna sem þeir skiluðu af sér.

Þjónustukönnun
Við leituðum til Sérskoðun.is þegar okkur vantaði söluskoðun á eign sem við vorum að kaupa. Viðmót þeirra var frábært alveg frá byrjun og þeir tilbúnir að koma með stuttum fyrirvara. Skoðunin var nákvæm og mjög fagmannlega unnin. Við fengum yfirgripsmikla skýrslu sem benti á atriði sem annars hefðu framhjá okkur farið. Við getum tvímælalaust mælt með Sérskoðun.is.
Þjónustukönnun

Þegar ég keypti mína fyrstu íbúð þá vildi ég fá fagmenn til að taka hana út. Sérskoðun.is fann ýmsa frágangsgalla sem ég hefði ekki komið auga á.

Þjónustukönnun

Við fyrstu kaup vildi ég hafa fagmann með mér í ráðgjöf við móttöku eignarinnar. Sérskoðun.is var mér mjög traust og hjálpaði mikið í samskiptum mínum við byggingaraðila varðandi kröfur um lokafrágang.

Þjónustukönnun

Sérskoðunarmenn voru áreiðanlegir og snöggir að skila af sér matsskýrslu. Ég ákvað að kaupa einnig af þeim kostnaðaráætlun sem var mjög nærra lagi raunverulegum kostnaði við viðgerð.

Þjónustukönnun