Fagleg þjónusta
Sérskoðun sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði fasteigna, allt frá ástandsskoðun yfir í stjórn framkvæmda.
Markmið okkar er að styðja við og upplýsa eigendur, eða hugsanlega eigendur, um raunverulegt ástand fasteigna. Ávinningur slíkrar greiningar getur margborgað sig, s.s. rökstuðningur til að falla frá kaupum, til lækkunar á verði eignar eða ganga frá kaupum ásamt því að niðurstöður nýtast sem viðhaldsáætlun til næstu ára.
Nánar um okkur
Skoðunarferli ástandsskoðana
1. Hafa samband
Viðskiptavinur er upplýstur um þóknun skoðunar, eða fær tilboð í verkefnið, og skoðunartími staðfestur
2. Undirbúningur
Undirbúningur skoðunar hefst og söfnun viðeigandi gagna m.a. teikningar, söluyfirlit, söluauglýsing o.þ.h.
3. Ástandsskoðun
Ástandsskoðun er framkvæmd á þeim hluta fasteignar, eða á fasteigninni í heild, skv. þjónustubeiðni
4. Niðurstöður
Viðskiptavinur fær skýrslu, eða samantekt, senda í tölvupósti skv. þjónustubeiðni
Við sinnum viðskiptavinum okkar eins hratt og möguleiki er. Skoðun fer fram allt frá degi eftir að beiðni berst okkur eða skv. ósk og skýrslu/niðurstöðum er skilað eigi síðar en 3 dögum eftir ástandsskoðun
Þjónustuframboð fasteignaskoðana
Endurgjöf viðskiptavina
úr þjónustukönnun
