Ástand pípulagna

Skólplagnir

 

Skólplagnir eru þær pípulagnir sem flytja úrgang frá fasteigninni út í sameiginlegt skólplagnakerfi hvers sveitafélags fyrir sig. Skólplagnir liggja frá salernum og niðurföllum vaska. Almennur endingartími skólplagna eru 40-50 ár, en þó ekki gefið að ending þeirra nái þessum aldri. Skólplagnir geta verið úr plasti (PVC) eða steini. Steinlagnir má iðulega sjá í eldri eignum á meðan plastlagnir eru yfirleitt í nýrri eignum. Skólplagnakerfi sveitafélagsins tekur svo við utan eignar- eða leigulóð fasteignarinnar.

 

Skólplagnir eru yfirleitt skoðaðar í gegnum salerni eða önnur niðurföll eignarinnar. Myndavél á kefli er þrædd niður niðurfall/niðurföll eins langt og keflið nær eða þar til fyrirstaða finnst í lögnum. Ferðalag myndavélarinnar er tekið upp og í framhaldinu er myndbandið greint og viðskiptavinur fær athugasemdir/ráðleggingar um ástand þeirra ásamt myndbandinu sjálfu á tölvutæku formi.

 

Sérskoðun mælir með að láta mynda skólplagnir á 10-15 ára fresti. Það getur verið hagkvæmara að láta mynda lagnirnar oftar og lagfæra í staðinn fyrir að þurfa að endurleggja lagnirnar.

 

Það eru einungis tvær aðgerðir sem hægt er að fara í ef skólplagnir eru orðnar lélegar eða ónýtar. Ef skólplagnir eru orðnar lélegar þá er bæði hægt að endurleggja þær eða að fóðra. Fóðrun er tilturlega fyrirhafnarlítil aðgerð og ódýrari. Með fóðrun er aðeins verið að lengja líftíma núverandi skólplagna um 15-20 ár. Ekki er að ráðlagt að endur-fóðra þegar að fóðrunin er farin að láta á sjá, og því kominn tími til að endurnýja skólplagnir eignarinnar. Slík aðgerð krefst mikillar fyrirhafnar og er yfirleitt dýr aðgerð, en þó ávallt góð fjárfesting til lengri tíma. Þegar að endurlögn á skólplögnum fer fram, þá þarf að rífa upp gólfefni, brjóta botnplötuna og oft á tíðum veggi ef klósett eru staðsett á öðrum hæðum en jarðhæð.

 

Innifalið í skoðun skólplagna er myndun lagna, viðeigandi tæki & tól sem þarf til verksins, samantekt & myndbandsupptaka úr skoðun ásamt akstri.

 

Drenlagnir

 

Drenlagnir eru þær lagnir fasteignarinnar sem sjá til þess að regnvatni sé skilað af þaki gegnum niðurfall og frá jarðveginum sem umliggur húsnæðið. Iðulega má sjá þakrennur og niðurföll á ytra byrði húsnæðis þó að í sumum tilfellum kunni þær að vera innbyggðar, eða réttara sagt ekki sjáanlegar.

 

Þegar drenlagnir eru myndaðar þá eru drenlagnir losaðar á ákveðnum stöðum, ef slíkt er ekki hægt er dósaborað inn á lagnir og því lokað með smelltu röri yfir, og myndavél á kefli þrædd niður niðurfallsrörið eins langt og keflið nær eða þar til einhverskonar fyrirstaða er í lögnum. Ferðalag myndavélarinnar er tekið upp og í framhaldinu er myndbandið greint og viðskiptavinur fær svo athugasemdir/ráðleggingar um ástand þeirra ásamt myndbandinu á tölvutæku formi.

 

Ef ekki er vitað til þess að drenlagnir séu til staðar, grunur leikur á að eitthvað sé að hrjá þær, tryggja sig að þær séu virkar eða einfaldega ef mikill raki finnst í kjallara eignar þá er ráðlagt að láta skoða/mynda drenlagnir.

 

Ef drenlagnir eru ekki til staðar og jarðvegur í krignum eignina er ekki fær um að drena sig sjálfur er einfaldega ekki hægt að líta fram hjá því að leggja þurfi drenlagnir í kringum eignina.

 

Innifalið í skoðun drenlagna er skoðun sjáanlegra lagna, myndun lagna í jarðvegi (ef þær eru til staðar), viðeigandi tæki & tól sem þarf til verksins, samantekt & myndbandsupptaka úr skoðun (myndband fyrir lagnir í jarðvegi) ásamt akstri.