Loftgæðamæling

Loftgæði á heimilum skipa stóran þátt í heilsu fólks. Einkenni slæmra loftgæða geta komið fram á margvíslegan hátt eins og erting í augum, nefi og hálsi, hausverk, svima og þreytu eða jafnvel alvarlegri heilsubrestum. Því skiptir miklu máli að loftflæði og þ.a.l. loftgæði séu góð um eignina.

 

Það sem ber að hafa í huga þegar kemur að loftgæðum og er tekið tillits til í mælingum er rakastig, hitastig, magn koltvísýrings, rökgjörn lífræn efnasambönd og svifryk. Ákjósanlegt hitastig er á bilinu 18-25°c og rakastig 40-50%.

 

Við mælingar er loftgæðamæli komið fyrir á fyrirfram ákveðnum stöðum í eigninni til að vega og meta hvernig loft flæðir um eignina. Fólk er hvatt til þess að breyta ekki lifnaðarháttum á meðan mælingar fara fram t.d. ekki opna glugga oftar en venjulega er gert. Yfirleitt fara mælingar fram yfir viku tímabil, eða á eftir óskum viðskiptavinar, og í framhaldinu eru niðurstöður greindar og skýrsla útbúin með niðurstöðum mælinga.

 

Innifalið í loftgæðamælingu er uppsetning búnaðar, fjöldi mælingadaga skv. ósk viðskiptavinar, niðurstöður í formi skýrslu ásamt akstri. Ef net er ekki til staðar bætist við gjald vegna netpungs skv. verðskrá.