Algengar spurningar

Nei, það þarf ekki að taka ákvörðun um slíkt fyrirfram. Við vinnum allar skoðanir eins óháð hvort viðskiptavinur vilji fá skýrslu eða samantekt. Það er svo persónulegt mat hvers og eins hvort form af niðurstöðum henti viðkomandi fyrir áframhaldið.

Nei, við getum ekki aðstoðað viðskiptavini okkar með hvort það sé skynsamlegra að falla frá kaupum eða ganga frá þeim.

Þar sem við komum ekki nálægt því að verðmeta eignir þá höfum við engar forsendur til að segja til um hvort raunhæft sé að lækka kauptilboð, m.v. ástandsskoðun, í eignina. Við getum útbúið kostnaðarmat sem er þó hægt að nýta sem ákveðin rökstuðning, en við getum ekki lofað að það komi til sem lækkun á eigninni sjálfri.

Innifalið í verði ástandsskoðunar, óháð því hvort við skilum af okkur skýrslu eða samantekt, er símtal þar sem hægt er að spurja frekari spurninga sem koma upp eftir að hafa lesið niðurstöður frá okkur.

Við mælum alltaf með því að vera viðstaddur/viðstödd skoðun (eða einhver á vegum viðskiptavinar) enda mikilvægur þáttur í þjónustunni okkar er framkvæmd ástandsskoðunarinnar og því er gott að fylgjast með henni.

Það er gott að fá öll þau gögn sem viðskiptavinur liggur á. Hægt er að skila þeim sem fylgiskjal þegar þjónustan er bókuð í gegnum heimasíðuna, eða í gegnum eftirfarandi link Bóka þjónustu | Sérskoðun.

Við reynum að sinna viðskiptavinum okkar eins hratt og möguleiki er á. Stærri verkefni, sem eru ekki undir mikilli tímapressu, eru bókuð lengra fram í tímann svo við höfum svigrúm til að taka að okkur minni verkefni sem krefjast styttri afhendingartíma. Þ.a.l. getum við tekið að okkur verkefni með allt að dags fyrirvara, en í flestum tilfellum þarf ekki að bíða lengur en í 3 virka daga.

Við reynum að skila af okkur niðurstöðum ekki seinna en 3 dögum eftir að skoðun fer fram, þegar um hefðbunda ástandsskoðun er að ræða. Fyrir stærri verkefni, t.d. fyrir húsfélög eða atvinnueignir, þá tekur það okkur lengri tíma að skila af okkur. Tímarammi fasteignakaupa á milli einstaklinga í samanburði á milli fyrirtækja er töluvert styttri og því meiri pressa að skila af okkur til einstaklinga.

Skoðunartími getur verið mjög mismunandi en yfirleitt er hún á bilinu 45 mínútur til 1.5 klukkustund. Það fer eftir stærð eignar og umfangi skoðunar. Sem dæmi þá getur lítil eign verið hlaðin göllum og því tekið langan tíma yfirferðar á meðan stór eign getur verið í topp standi og því snögg yfirferðar.