Background Image Strandverk

Skilmálar

Við skoðun er stuðst við ýtarlega sjónskoðun, myndir teknar og mælitæki notuð eftir þörfum til greiningar. Unnið er út frá gátlista til þess að koma í veg fyrir að ekkert standi út af að lokinni skoðun. Viðskiptavinur fær svo senda matsskýrslu eftir ósk, á tölvutæku formi, þar sem niðurstöður eru settar fram með rökstuðningi mynda, mælinga og sérþekkingu matsmanns.

Umfang

Skoðun nær til þeirra þátta sem eru sjáanlegir matsmanni, þ.a.l. er ástand metið á eftirfarandi þáttum:

  • Sameign
  • Gólfefni
  • Gluggar & gler
  • Ytra byrði húsnæðis frá jarðhæð
  • Geymsla
  • Viðhaldsþörf
  • Rakamæling (þar sem grunur er um raka)
  • Hitamyndataka (ef tilefni er til)
  • Þak*
  • Raflagnir**
  • Neyslulagnir**

Ekki er skoðað undir gólfefni, inn í veggi eða á bakvið innréttingar og önnur tæki sem eru veggfest nema í samráði við ráðanda.

*Dróni/flygildi er ekki innifalinn í verði skoðunar og er á verði skv. verðskrá. Þakkantar eru sjónskoðaðir frá jörðu, farið er upp á háaloft sé það möguleiki, ef ekki er öruggt að fara upp á þak eða háaloft er ekki aðgengilegt þá er þak skoðað með dróna/flygildi.

**Raf-, neyslu- og ofnalangir eru sjónskoðaðar. Með sjónskoðun er vegið og metið hvort mælt sé með þrýstiprófun neyslu- og ofnalagna. Dren- og skólplagnir er svo einungis hægt að skoða með myndatöku sem er ekki innifalið í verði. Ef frekari skoðunar þarfnast fá Sérskoðun (SIGSON ehf.) til liðs við sig sérfræðing á viðkomandi sviði í samráði við viðskiptavin, en aðkoma sérfræðings á einstaka sviðum er ekki hluti af hefðbundinni skoðun og því ekki innifalin í verði.

Verð skoðunar

Gjald skoðunar er skv. verðskrá og miðast skoðun við allt að tvær (2) mannstundir. Mælitæki eru innifalin í gjaldi skoðunar fyrir utan dróna/flygildi. Sé þörf á skoðun með dróna er viðskiptavinur upplýstur um það og fer þá um greiðslu vegna þess skv. verðskrá. Einnig er öll umfram vinna á verkstað á gjaldi skv. verðskrá. Ef skoðunarmaður er beðinn um að mæta á verkstað í framhaldi af skoðun, til fundar eða þess háttar, er sú vinna unnin skv. tímagjaldi í verðskrá og er lágmarksgjald ein (1) klst.

Akstur

Akstur er innifalinn innan höfuðborgarsvæðisins, en akstur utan þess fer eftir kílómetrafjölda umfram fyrstu 15 km. frá heimili Sérskoðunar (SIGSON ehf.) samkvæmt verðskrá. Höfuðborgarsvæðið er skilgreint sem eftirfarandi hverfi: Seltjarnarnes, Reykjavík, Kópavogur, Garðabær, Hafnarfjörður & Mosfellsbær.

Innifalið í skoðun

  • Ýtarleg skoðun fasteignar að hluta til eða í heild skv. ósk viðskiptavinar (allt að tvær (2) mannstundir á verkstað)
  • Matsskýrsla (skv. vali á þjónustu)
  • Eitt (1) eftirfylgni símtal
  • Rakamælir & hitamyndavél
  • Akstur til og frá verkstað innan höfuðborgarsvæðisins

Fyrirvarar

Viðskiptavinir athugi að ekki er skoðað bakvið klæðningar, veggfasta hluti, fataskápa og önnur stór húsgögn. Ekki er skoðað inn í veggi eða undir gólfefni. Þá er ekki skoðað bakvið innréttingar, sturtubotna og/eða baðkör. Fráveitu-, raf-, dren- og neyslulagnir eru ekki skoðaðar nema óskað sé eftir því sérstaklega. Fer þá endurgjaldið eftir mati hverju sinni. Eins og að ofan greinir þarf að greiða sérstaklega fyrir aðkomu sérfræðings sé þörf á frekari skoðun á einstaka sviðum. Sérskoðun (SIGSON ehf.) ábyrgjast ekki vinnu sérfræðinga sem fengnir eru til verksins. Einnig þarf að greiða sérstaklega fyrir dróna/flygildi ef slíkt er notað. Matsskýrsla er unnin á grundvelli þeirra gagna og upplýsinga sem matsmaðurinn aflaði og hafði aðgang að á þeim tíma er andlag skýrslunnar var skoðað. Ekki er rétt að byggja á efni skýrslunnar einnar og sér við ákvarðanatöku um kaup á fasteign. Skýrslan á einungis við um þá fasteign sem er skoðuð. Ekki er rétt að nota skýrsluna í öðrum tilgangi en í tengslum við ákvarðanatöku um kaup á fasteign eða til þess að fá upplýsingar um ástand eigin eignar. Í samræmi við skilmála SIGSON ehf. takmarkast öll hugsanleg skaðabótaábyrgð félagsins og starfsmanna þess við þá fjárhæð sem nemur að hámarki heildargreiðslu til félagsins vegna skoðunar og skýrslu.

Sé um neytendaviðskipta að ræða hefur neytandi 14 daga til að falla frá kaupum á þjónustunni, þ.e. hafi hún ekki þá þegar farið fram.