Ástandsskoðun

Ástandsskoðun er hægt að fá með eða án skýrslu

Fasteignakaup eru gjarnan ein stærsta fjárfesting sem einstaklingar ráðast í á lífsleiðinni. Þ.a.l. er mikilvægt að hafa í huga hverskonar ástandi fasteignin er í þegar möguleg kaup eða sala fer fram. Skemmdir og/eða gallar geta haft í för með sér mikinn ófyrirséðan kostnað, sem getur hlaupið á hundruðum þúsunda eða jafnvel milljónum króna.

 

Ástandsskoðun er skoðun á fasteign í heild eða að hluta til, skv. beiðni viðskiptavinar, framkvæmd af fagaðila með viðeigandi menntun, þekkingu og reynslu og er tilgangur þjónustunnar að meta í hverskonar ástandi eignin er í. Áhersluatriði við skoðun er að draga fram sjáanlegar skemmdir, rakamæling, leit af myglu, greina líftíma og ástand glugga, glers og hurða, innra og ytra byrðis ásamt öðrum tilfallandi þáttum hverju sinni og forgangsröðun á þeim atriðum sem mælt er með að farið sé í á næstunni eða næstu árum ásamt því að upplýsa viðskiptavininn um áhættuþætti sem kunna að vera til staðar. Hægt er að fá ástandsskoðun með eða án skýrslu og er þóknun þjónustu í samræmi.

 

Ástandsskoðun er fyrir alla þá sem eru í fasteignahugleiðingum, eða þá sem eiga fasteign og hafa hug á að upplýsa sig um ástand hennar, og vilja þ.a.l. taka upplýsta ákvörðun. Ávinningur ástandsskoðunar er forvörn og fjárfesting svo hægt sé að taka réttmæta ákvörðun um hvort fasteignafjárfestingin sé skv. væntingum viðskiptavinar og þá hvaða þætti þarf að hafa í huga til að koma eigninni í gott stand.

 

Fyrsta skref er að finna hentugan tíma fyrir skoðun. Í framhaldinu mætir skoðunarmaður á staðinn með viðeigandi tæki og tól og framkvæmir skoðun á eigninni. Niðurstöður skoðunar eru svo settar fram í formi skýrslu á tölvutæku formi (Ath. hægt er að fá ástandsskoðun með eða án skýrslu). Greiðsla þjónustu fer fram undir lok sama mánaðar sem skoðun fer fram í og er reikningur sendur í tölvupósti og innheimta stofnuð í heimabanka samhliða.

 

Innifalið í ástandsskoðun er skoðun á fasteign í heild eða að hluta til (skv. ósk viðskiptavinar), þakskoðun að innan sem utan (fer eftir aðstæðum hverju sinni), ytra byrði eignar, rakamæling, hitamyndataka, akstur (innan höfuðborgarsvæðisins) og skýrsla eða samantekt (skv. ósk viðskiptavinar).