Annað hvort í framhaldi af skoðun eða ef vitneskja er um atriði sem þarf að láta lagfæra þá er hentugt að láta meta kostnað við þær framkvæmdir sem áhugi er fyrir eða ráðlagt að farið sé í á næstu misserum eða árum. Kostnaðarmat gefur góða mynd af umfangi þess sem er mest aðkallandi hverju sinni og getur nýst við að leggja fram fjármögnunaráætlun. Hvort sem aðilar, húsfélög, stofnanir eða aðrir vilja sækja sér lánsfjármagn, leggja fyrir til næstu ára eða að endurfjármagna íbúðarlánin sín.
Í framhaldi af ástandsskoðun er hentugt að láta meta kostnað við þær framkvæmdir sem ráðlagt er að farið sé í á næstunni. Það gefur góða mynd af því við hverju mætti búast á næstu árum ásamt því að geta forgangsraðað framkvæmdum.
Ef ástandsskoðun hefur ekki farið fram er rukkað grunngjald ástandsskoðunar (án skýrslu) svo viðeigandi forsendur liggi til staðar til að útbúa kostnaðarmat.