Ef grunur leikur á um að mygla (eða eitthvað sambærilegt) sé til staðar er ráðlagt að láta taka sýni sem er svo sent til viðurkennds greiningaraðila til ræktunar. Sýnataka er þegar bútur eða biti er tekinn úr byggingarefni á viðeigandi stað/stöðum eignarinnar.

 

Sýnataka fer þannig fram að skoðunarmaður mætir með viðeigandi tæki og tól og brýtur úr byggingarefni á umræddu svæði eigninni. Sýnið er svo sett í innsiglaðan poka og hann afhent til greiningaraðila með ítarlegum upplýsingum m.a. heimilisfang og hvar úr eigninni sýnið var tekið.

 

Innifalið í sýnatöku er sýnataka, afhending sýnis til greiningaraðila, ræktun sýnis, viðeigandi tæki & tól sem þarf til verksins, niðurstöður ræktunar ásamt akstri.