UM OKKUR
Fagleg þjónusta
Feðgarnir Sigurður J. Jónsson, húsasmíðameistari, byggingarstjóri og dómkvaddur matsmaður, og Skúli Sigurðsson, rekstrarverkfræðingur, standa á bakvið Sérskoðun.is sem var stofnað í nóvember 2018. Sérskoðun.is einbeitir sér að ráðgjöf á sviði fasteigna, allt frá ástandsskoðun yfir í stjórn framkvæmda.
Markmið okkar er að upplýsa hugsanlega kaupendur um raunverulegt ástand fasteigna. Ávinningur slíkrar greiningar getur komið í veg fyrir ágreining og möguleg kostnaðarsöm og löng málaferli. Einnig veitir greiningin góða mynd að endurbótum og viðhaldi eða jafnvel komið til sem rökstuðningur við lækkun á kaupverði. Sama hvert markmið neytandans er þá margborgar sig alltaf að láta framkvæma ástandsskoðun á eigninni.
